Augnkúluvökvi

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Augnkúluvökva:

Um fjölskylduhundinn 
fyrst klufu þeir atómið svo hjónabandið og í fyrramálið keyri ég fjölskylduhundinn í svæfingu ég meina hvað er einn hundur hjá langdrægari krullujárnum tannburstum og stjörnukíkjum eða hvað er hönd sem þrýstir innihaldi lengra útí geiminn og dauðann hvað er hjónabandið annað en klofið og ástin annað en ýlfrið frá kvikindinu þegar það skynjar hvert stefnir en í fyrramálið ætla ég að keyra fjölskylduhundinn í svæfingu ég meina hverjir eru þeir og hvað er einn hundur hjá stimplum í vélum sem halda áfram að snúast hraðar og falla æ frekar um sjálfa sig og á morgun fer ég með skort á tíma í svæfingu ég meina hvað er hönd sem þrýstir annað en auglýsing fyrirtækis seljandi hvenær vakna þeir ýlfrandi skiljandi svæfingu

(s. 22)