Bændabýti

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

Úr Bændabýti:

Á útmánuðum fengu Sandvíkursmiðirnir vinnu hjá Þórði Hlíðar. Ekki við hótelið, Skógarhlíðarmegin við fljótið var þeim aldrei treyst til að reka nagla eða saga fjöl, það voru smiðir úr Reykjavík sem stóðu á þeim bakkanum. En niðri á Sandi, á Sörlastöðum, setti hann Sandvíkursmiðina í það að lappa uppá íbúðarhúsið. Þeir höfðu svo sem verið þar áður og gefið Markúsi góð ráð á sínum tíma, sagt honum að þetta hreysi yrði aldrei mannabústaður, miklu betra að byggja nýtt. Nú hófu þeir sama söng við Þórð Hlíðar.


„Það á ekki að vera neinn mannabústaður, - sagði Þórður Hlíðar.
Þetta var dularfull framkvæmd, það hvíldi einhver leynd yfir henni, rétt eins og þetta væri liður í leynilegri hernaðarframkvæmd hjá stórveldi. Þeir rifu allt út úr húsinu, þetta var nú svo sem ekki neitt stórhýsi, byggt af vanefnum í upphafi og leikið hart af vindum og veðri í langvarandi mannleysi. Svo settu þeir stífur undir þakið til að það hryndi ekki yfir þá, söguðu burt fúna gluggapósta og settu nýja, múruðu upp í rifur og göt.


„Ekki veit ég hvað hann ætlar að gera við þetta, - sögðu þeir Jósep og Jafet og Skæringur hver upp í annan. „Þetta er nú meiri vitleysan.


(s. 227)