Bak við maríuglerið

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Sauðárkrókur
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Bak við maríuglerið:

Skurðpúnktar

héðan af verður henni ekki bjargað
sagði hann við sjálfan sig þegar
hann kom út á veröndina og sá að
sólinni var að blæða út. af búngu
hafsins sem bar í eyjarnar sá hann
einnig að fyrr eða síðar yrði hann
að kannast við hnattlögun jarðar.
hann dró upp lítinn vasahníf með
skefti lögðu hvítum skelplötum og
tók að skafa undan nöglunum með
ofurhægum hreyfíngum sem minntu á
frásagnir af fornum helgiathöfnum
ínka. síðan leit hann aftur upp.
brosti kalt og brá hnífnum eld-
snöggt á hálsæðina.