Bétveir - Bétveir

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1986
Flokkur: 

Myndir: höfundur.

Úr Bétveir - Bétveir:

Depillinn stækkar og þá sést að þetta er eitthvert farartæki, sem flýgur um geiminn og nálgast jörðina óðfluga. Það heyrirst líka svolítð suð, ekki hátt, bara ofurlágt og kurteislegt. Þetta bleika tæki kemur nær og nær og að lokum skellur það niður og hverfur í hátt grasið í garðinum. Þá heyrist lítið píp en síðan verður allt hljótt.

 Á öðrum stað í þessum stóra garði er hann Áki að tína blóm. Hann er í góðu skapi í dag og syngur hátt og snjallt. Nú er hann búinn að tína heilmikið af blómum í vönd. Það eru fíflar, sóleyjar og baldursbrár. Áka finnst þetta fallegur blómvöndur. Samt mættu vera í honum blá blóm líka - og jafnvel rauð. Áki svipast um í garðinum. En þar virðast aðeins vaxa gul og hvít blóm. Eða hvað? Þarna uppi á hólnum eru einhver skrítin blóm! Og þau eru bæði blá og rauð.