Blátt blóð: í leit að kátu sæði. Esseyja

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015

Úr Bláu blóði:

Orðsifjafræðin

Við sátum á skyndibitastað nálægt frjóvgunarstöðinni með krumpað blað fyrir framan okkur, biðum eftir núðlum, bókhveitinúðlum, löngu búin að taka úr fæðunni hveiti og sykur, fyrir frjósemina. Við litum yfir listann. Notuðum útilokunaraðferðina, strikuðum þá sem sekki voru bláeygir og ljóshærðir. Líka yfir þá sem voru feitir og ómenntaðir. Reyndum að miða á þann sem væri genetískt líkastur honum. Við vorum sammála.

Leiddumst inn línóleumklæddan ganginn, inn í flúrljós og kerfiskanínurnar skoppuðu í kring, hjúpurinn okkar var opinn, tilbúinn. Læknirinn, hrósaði okkur fyrir valið og við brostum hvort til annars en þá bætti hann við að þetta væri einmitt mjög vinsælt sæði. Nú? Hvernig má það vera? Vinsælt?

Næst völdum við annað frosið sæði. Gáfum því nokkra sénsa eins og hinu. En allt kom fyrir ekki. Það vantaði neistann.

Hvað eru mörg egg eftir? – Því getur enginn svarað, vina mín, en líklega eru ekki mörg eftir, þau eru orðin svolítið léleg. Reyndu samt að slaka á. Ekki vera stressuð.

(24-5)