Blekspegillinn : sögur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990

Smásögur eftir Jorge Luis Borges.

Úr Blekspeglinum:

Um vísindalega nákvæmni

... Í KEISARADÆMI þessu náði kortagerðarlist slíkri fullkomnun að uppdráttur skattlands þakti heila borg og uppdráttur ríkisins skattland. Þegar fram liðu stundir fór mönnum að þykja uppdrættirnir, þó víðáttumiklir væru, tæplega nógu ítarlegir. Þar kom að kortagerðarstofnunin lét gera uppdrátt af ríkinu, jafn mikinn og ríkið var víðlent. Og svo nákvæmur var hann að í engu skeikaði. Síðari kynslóðum fannst lítið til listarinnar koma og svo ítarlegur uppdráttur þungur í vöfum. Þess vegna var umhirðan ekki sem skyldi og uppdrátturinn mikli látinn óblíðri sól og regninu eftir. Úti í eyðimörkinni í vestri má enn finna af honum fáein slitur. Þar veita þau stakri skepnu eða betlara svolítið skjól. Aðrar heimildir um landafræði er ekki að finna meðal þjóðarinnar.

(s. 92)