Bókmenntaþættir

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Eiríkur Hreinn Finnbogason annaðist útgáfu.

Af bókarkápu:

Ritgerðasafn þetta er víðtækt úrval úr bókmenntaskrifum Matthíasar Johannessens. Nokkrar ritgerðanna hér hafa ekki verið prentaðar áður, en annað hefur birzt á víð og dreif í blöðum, tímaritum eða bókum. Fyrri hluti bókarinnar nefnist Úr umhverfi okkar og fjallar um skáldverk eftir þessa höfunda: Grím Thomsen, Sigurð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefánsson, Guðmund G. Hagalín, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Jón úr Vör, Kristján Karlsson, Jóhann Hjálmarsson.

Síðari hlutinn nefnist Umhverfis Sturlu Þórðarson. Meginhluti hans er nýr og birtist hér í fyrsta sinn. Er ekki vafi á því að þessi skrif um íslenzkar fornbókmenntir eiga eftir að ýta við mörgum Íslendingi vegna fjölmargra nýstárlegra og snjallra hugmynda og athugana sem hér koma fram. Hér eru m.a. færð rök fyrir því að Sturla Þórðarson sé höfundur Njálu og fleiri íslenzkra fornrita.