Börn ævintýranna

börn ævintýranna
Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988
Flokkur: 

Úr bókinni


gothic!

ef Igor kemur
og sker á böndin
ertu frjáls

ég kyrki þig hægt
og með slöngur í hárinu
en laumast svo í burtu
dulbúinn sem Boris Karloff
dulbúinn sem keðjusagarmorðinginn
frá Texas

ráfa svo einn um Miðnætursólborgina
hokinn og með skikkju
og hendi sælgæti í öskrandi smábörn
sem skjótast hjá
og hrækja að mér