Bras og þras á Bunulæk

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Myndir: Ingvar Guðnason

Úr Brasi og þrasi á Bunulæk:

Kolur má ekki deyja

Þegar heim kemur
er Kolur að ýlfra.
Það er svo sárt að hlusta á hann.

- Ætli hann viti
að Gústi gamli er dáinn?
Það er sagt að hundar
finni svo margt á sér,
segir Palli.

- Það getur vel verið,
segir Pína.
- Við verðum að bjarga honum.
Eigum við að reyna
að fela hann?

- Já, segir Palli.
- Við skulum fara með hann út
og reyna að finna
einhvern góðan stað.

Þau leggja af stað með Kol.

Þau ganga fram og aftur
en finna engan stað
sem þeim líst á.

Síðast fara þau út á Nes.
Þarna er kofinn hans Gústa.
Kolur slítur sig lausan
og hendist að honum.

Kofinn er ólæstur
og Kolur kann að opna.

(s. 50-51)