Dans í lokuðu herbergi : ljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Dansi í lokuðu herbergi:

Dans í lokuðu herbergi

Sefur í síðu hári og dreymir
elskhuga í fjarskalegu hafi
glaðir í leikandi eldinum. Sefur í hvítum sandi
Augnlok hennar hreyfast. Undir sænginni
og hárið brennur og brennur
og hafið fellur að og fellur að.

Veit að hver draumur rætist aðeins einu sinni.

Fléttar hárið og klippir við ræturnar.
Ber brunasmyrsl á líkamann. Og vefur hvítan
dans í lokuðu herbergi.
Dansar dans í lokuðu herbergi
og hafið brennur og brennur
og hárið fellur að aftur og aftur.

Blá birtan færir sig inn um gluggana.
Bráðum verður allt svart.

Veit að einhver hlær eða deyr í draumnum.