Drekasaga

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Myndir eftir Búa Kristjánsson.

Úr Drekasögu:

Og yfir öllu saman gnæfir Furðufjall.
Furðufjall er sannarlega furðulegt fjall. Það er svo hátt að enginn veit hvar það endar og enginn í Blikabæ hefur nokkru sinni treyst sér alla leið upp á tindinn. Þarna er fullt af hellum og skútum sem hýsa skrýtnar verur, sumar litlar, aðrar stórar. En fólkið í Blikabæ þekkir þær ekki enda búa þær svo ofarlega í fjallinu.
Þó er ein vera sem allir í Blikabæ þekkja og óttast. Það er dreki sem býr í helli uppi undir miðju fjalli. Hann er grænn að lit með rauð stingandi augu og munn fullan af beittum tönnum. Stundum flýgur hann um og gefur frá sér ferlegustu hljóð og þá standa eldstrókar út úr honum. Þá taka allir í Blikabæ til fótanna inn í húsin sín, helst alla leið niður í kjallara.
Það er sannarlega ekki að ástæðulausu að menn eru svona hræddir við drekann. Upp á síðkastið hefur fólk horfið sporlaust úr Blikabæ, einn og einn í senn, og allir þykjast vissir um að drekinn sé valdur að hvarfi þess.