Drekkhlaðinn kajak af draugum : sagnir Ínúíta

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999

Lawrence Millman: A kajak full of ghosts

Úr Drekkhlöðnum kajak af draugum: 

KONA HVALSINS 


Einu sinni fór kona nokkur sem Illitsina hét niður í fjöru að tína krækling. Þetta var mjög lagleg kona og því leist mörgum mönnum vel á hana. Og þar sem hún stóð í fjörunni bar þar að hval sem einnig leist vel á konuna og náði hvalurinn í hana. Illitsina bjó nú með hvalnum og gerðist kona hans lengst niðri í hafdjúpinu. Hvalurinn var sterkari svo hún var ekki með neitt múður við hann. Reyndar var henni þetta ekki meira á móti skapi en svo að þegar hvalurinn hafði konubýti við mann einn á kajak þóttu henni það lök skipti. Meira! Meira! hrópaði hún og maðurinn skilaði henni aftur og hafði síðan alrdrei konubýti við hvalinn. Og allt fór á sömu leið þegar hvalurinn hafði býti við rostung, sauðnaut og kampasel. Illitsina bjó með hvalnum til dauðadags og þá skolaði henni á land í sömu fjörunni og hún hafði fyrrum gengið í að tína krækling. En það þekkti hana enginn því hún var komin í hvalslíki fyrir löngu. Kjötið af henni og spikið dugði fólkinu allan veturinn.

(s. 109-110)