Dyrnar á Svörtufjöllum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Dyrnar á Svörtufjöllum:

Við erum fjögur hérna núna.
Ég, mamma, pabbi og amma.

Afi er dáinn.
En hann kemur aftur.

Þá verður hann bróðir minn.
Síðan verður hann maðurinn minn.
Amma verður dóttir okkar.
Pabbi verður sonur okkar.
Og mamma verður dóttir þeirra.

Svo er mér sagt. Svona hefur þetta verið og svona mun þetta verða. Við fæðumst inni í fjallinu og deyjum inni í fjallinu. Aftur og aftur.