Ég man. 480 glefsur úr gamalli nútíð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Úr Ég man:

242

Ég man að innan í bækur frá Bæjarbókasafninu var límdur lítill vasi fyrir kort sem dagsetningar voru stimplaðar á. Á vasann voru prentaðar reglur um útlán og m.a. sagt að það ætti að láta safnið vita ef upp kæmi “næm sótt á heimilinu”. 243 Ég man að það var varla talið vansalaust fyrir stráka að vera á listskautum. 244 Ég man að Suðurgatan sunnan Melatorgs hét Melavegur. 245 Ég man Valdimar Örnólfsson og Snæbjörgu Snæbjarnar sem Harald og Ástu og hvernig Árni Tryggvason gat hoppað á rassinum sem Ketill skrækur í Skugga-Sveini í Þjóðleikhúsinu. 246 Ég man Litlu dönskubókina eftir Ágúst Sigurðsson: “Goddag, jeg hedder Ellen, hvad hedder du?”

(s. 49)