Ég & þú

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009
Flokkur: 

Um bókina

Ég & þú er þriðja bók Jónínu Leósdóttur um unglingsstúlkuna Önnu og fyrstu kynni hennar af ástinni. Hinar fyrri eru Kossar & ólífur og Svart & hvítt. Jónína hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY-samtakanna fyrir fyrri bækurnar tvær.

Kata er friðlaus af söknuði eftir kærastanum í Brighton og talar um fátt annað en hann. Anna er fámálli um sínar tilfinningar og enginn veit að einnig hún skildi hjarta sitt eftir á Englandi. Annar menntaskólaveturinn er rétt að byrja og vinkonurnar órar ekki fyrir þeim sviptingum sem hann hefur í för með sér. Hér er meðal annars fjallað um samkynhneigð.