Fimmstrengjaljóð

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1977
Flokkur: 


Úr Fimmstrengjaljóðum:

Í kaffihúsi

Þú reikar inn í þennan gamla gang
úr gráu ryki dagsins fyrir utan
og finnst að þetta þunga hlýja loft
sem þarna inni ríkir hafi beðið
já, eftir þér sem loksins loksins kemur
um vor til þess að vitja um gamla hópinn
og vaka fram á nótt, en sérð um leið
að önnur kynslóð komur sínar venur
í krókinn þar sem bekkurinn var setinn
og hefur steypt af stalli fornum guðum
jafn staðráðin og þið að frelsa heiminn
og greiða úr hverri gátu á samri stund
en mun um síðir sjá að lausnarorðið
er sífellt bundið öðru en merking sinni
og fagnar þeirri vissu vordag einn
að veröldin er yfirskyggður staður.

(s. 9)