Fiskar hafa enga rödd

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Í bókinni eru frumort ljóð eftir Vilborgu og þýðingar hennar á þremur ljóðum Sylviu Plath.

Úr Fiskar hafa enga rödd:

Freisting

Utan úr myrkrinu
hvíslaði ókunn rödd
með seiðandi þokka:
Bak við trén bíður vatnið
blikandi fagurt í næturkyrrðinni
skuggsælar trjákrónur
flétta skýlandi þak
yfir bökkum þess
- þar opnast þér faðmur
fullur af friði

Valmúar í júlí (þýðing á ljóði Sylviu Plath)

Litlu valmúar, litlu vítislogar,
gerið þið engan skaða?

Þið flöktið. Ég megna ekki að snerta ykkur.
Ég sting höndunum í logana. Þeir brenna ekki.

Og ég örmagnast af að horfa á ykkur
svona flöktandi, hrukkótta og eldrauða, eins og slímhúð í munni.

Nýblóðguðum munni.
Litlar blóðugar blómvarir!

Reykinn næ ég ekki að snerta.
Hvar er ópíumið, ógeðsleg hylkin?

Að mér gæti blætt eða ég sofið! -
Að ég gæti minnst við slíkan sársauka!

Eða safi ykkar seytlað í mig, úr þessu glerhylki,
deyfandi og róandi.

En litlaus. Litlaus.