Fjóli Fífils: Sverð Napóleons

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009
Flokkur: 


Myndir: Eva Kristjánsdóttir.Úr bókinni:Týndur í ParísFjóli Fífils, einkaspæjari, sérfræðingur í fingrafaraleit og meistari í fótsporafræðum, ráfaði áttavilltur um þröngar götur Parísarborgar. Hann var villtur. Krumpað kortið sem fauk af og til framan í hann gerði lítið gagn. Það var allt á frönsku og hana skildi Fjóli ekki. Svo voru líka svo margar götur á því. Ráðvilltur klóraði Fjóli sér í svarta hárstrýinu undir neongrænu alpahúfunni sem Fornfríður, vinkona hans, hafði gefið honum fyrsta daginn í fríinu þeirra. Þau höfðu flúið hingað til Parísar til að sleppa við forvitna og glottandi fréttamenn sem höfðu elt Fjóla á röndum eftir ófarir hans í Lapplandi. Þar hafði hann með klókindum leyst gátuna um Brísingamen og flett ofan af hættulegu glæpahyski og um leið aðstoðað lærimeistara sinn, Sumarliða Mikkelson, við að sleppa úr klóm mannræningja. Hann hafði aðeins gert ein mistök. Mistök sem fréttablöð og sjónvarpsstöðvar höfðu velt sér upp úr gert miskunnarlaust grín að. Honum hafði mistekist að klófesta einn glæpamanninn, Grimm Díableu, sem auk þess hafði villt á sér heimildir og þóst vera vinur þeirra á meðan rannsókninni stóð.Svitinn spratt fram á enni Fjóla. Mikið agalega var heitt í þessu landi. Sherlock Holmes-hlýrabolurinn og stuttbuxurnar í eyðimerkurhermannalitunum sem hann hafði klæðst eftir nýjustu spæjaratísku voru allt of hlý. Helst hefði han þurft að vera ber. En þá hefði hann sennilega verið handtekinn af frönsku lögreglunni.Fjóli hafði yfirgefið félaga sína fyrir mörgum klukkutímum. Fornfríður Filippusdóttir, forstjóri Heimsminjasafnsins, hafði dregið þau á enn eitt safnið þar sem hún og Pedró Almarilló, suðræni ofurhamsturinn, lágu yfir fornmunum af ýmsu tagi og veltu vöngum. Fjóli hafði fengið nóg og tilkynnt að hann kæmist sjálfur upp á hótel. Síðan þá hafði hann flækst um göturnar í leit að hótelinu sínu án árangurs. Hann hafði reynt að spyrja til vegar á fjölmörgum tungumálum en vegfarendur hristu bara hneykslaðir höfuðið.Þolinmæði Fjóla var á þrotum. Hann var þreyttur, sveittur og svangur og umfram allt rammvilltur í þessari risaborg. Hann vöðlaði saman kortinu í reiði sinni, henti því í götuna og stappaði gargandi á því. Nokkrir gamlir karlar gengu fram hjá og kinkuðu glaðlega kolli til hans. Fjóli féll á kné og huldi sveitt andlitið í höndum sér. Honum var öllum lokið.(s. 5-6)