Flateyjar-Freyr (ljóðfórnir)

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Flateyjar-Frey:

Freyr, hljómform eða hljómlögun ljóðverka minna er ekki eitt, heldur lifir það einlífi í heild síns umhverfis.
Freyr, hljómurinn fæðist og verður til jafn skjótt og honum er gefið eitthvert ákveðið form.
Freyr, ekkert er til á undan forminu, enda er allt byggt á byggingu. Hvað yrði til að mynda um húsið, ef það glataði forminu eða smiðurinn gleymdi að byggja það?
Þá yrði einungis til minning um húsið, hugmyndin af því og formleysa.
En Freyr, minningin og hugmyndin eru einnig ákveðin form, og formleysan er það líka.
Freyr, hvers vegna er sykurbragð af sykri, en ekki salt- eða þangbragð?
Freyr, hvers vegna finnst okkur vera vont bragð af sykri þegar salt fer í hann, en okkur þætti það gott, væri sykurinn salt?
Gættu að þessu, Freyr, og hugleiddu ástæðuna.
Freyr, snertingin, skynjunin, hugsun, bragð, sjón og heyrn mannsins eru einungis ákveðin form sérstakra eiginleika, sem sameinast annað hvort á eðlilegan hátt eða alls ekki.
Freyr, hljómform eða hljóðlögun verka minna er ekki eitt, heldur lifir það eingöngu einlífi innan heildar umhverfisins.

(33)