Fótatak í fjarska

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 


Bókmenntapistlar 1962-2008.

Um bókina:

Lesendur heimsækja með höfundi erlenda og íslenska höfunda, suma vel þekkta, aðra minna þekkta. Af þeim erlendu skáldum sem koma við sögu má nefna Mary Wollstonecraft, Walter Scott, Edgar Allan Poe, Samuel Beckett og James Joyce. Af íslenskum höfundum er helst að geta um Árna Bergmann, Guðmund Daníelsson og Steinar Sigurjónsson.

Sigurður fræðir lesendur um sögu Nóbelsverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og veltir fyrir sér þýðingu þeirra fyrir bókmenntirnar í samtíð okkar. Og hann segir umbúðalaust skoðun sína á „bláþráðóttri Íslenskri bókmenntasögu. Hann spyr einnig um konur og bókmenntir.

Þá fjallar Sigurður um byltingu í þýðingum á íslenskum verkum á ofanverðri tuttugustu öld, en sjálfur lagði hann gjörva hönd á kynningu á sögu og menningu íslensku þjóðarinnar fyrir umheiminum.

Soffía Auður Birgisdóttir ritar formálsorð.