Fröken Peabody hlotnast arfur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Garðabær
Ár: 
1998

Um þýðinguna

Miss Peabodys Inheritence eftir Elizabeth Jolley í þýðingu Rúnars Helga.

Úr Fröken Peabody hlotnast arfur

Bygging sögunnar, skrifaði skáldkonan til Dorothy Peabody, er svo flókin að ég verð að skrifa uppkastið með mismunandi litum, þú veist, grænt blek til að minna mig á hvað Edgely er að gera, rautt fyrir Thorne og blátt fyrir Snowdon. Ég er jafnvel með nokkrar litaðar arkir í takinu, svo það verði auðveldara að halda utan um hin ýmsu atvik. Það er til marks um að Thorne leggur sig alla í skólastarfið að hún hefur samið skólasöng þar sem orðið Grenihæðir kemur fyrir í háu G-i í lok hvers erindis. Það eru tíu erindi. Einn morguninn þegar stúlkurnar eru að syngja splundrast rúða í leikfimisalnum í háa G-inu. Þá fer sælustraumur um fröken Thorne. Með sjálfri sér er hún fjarska stolt af söngnum og brothljóðinu í rúðunni mun hún aldrei gleyma, svo dýrmætt var það. Hún er afar hógvær hvað sönginn varðar og fer hljóðlega út til að finna Bales, ráðsmanninn.
Bales, segir hún, söngurinn okkar braut rúðuna fyrir endanum á salnum áðan, hún er mjög yfirveguð, viltu vera svo vænn að setja nýtt gler í.

Bales lætur vera að segja fröken Thorne að þetta hafi verið afabarn hans að henda steinum í ömmu sína. Meðan ég man, í sviga, þótt þetta verði ekki í sjálfri skáldsögunni, þá er ekki úr vegi að upplýsa hér að frú Bales er matráðskona hjá fröken Thorne. Þetta er dæmi um smáatriði sem rithöfundurinn þarf skilyrðislaust að kunna skil á þó að ekki nái það endilega til lesandans.

(s. 39)