Frostið ínni í hauskúpunni

Frostið inni í hauskúpunni eftir Margréti Lóu Jónsdóttur
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015
Flokkur: 

Gefin út í 200 tölusettum eintökum.

Úr Frostinu inni í hauskúpunni

Máraþorp

Fíkjutré bærast í vindi
tvær brosandi stelpur á verönd
þrír pálmar og márakastali

ofan af vegg borgarvirkis fylgist ég með
brúðguma með sólgleraugu á leið inn í bíl
heyri hlátur

allt sem við kjósum að yfirgefa
allt sem við verðum að fyrirgefa

eftirsjá –
blint auga sem fær sýn

meðan morgunþoka
leggst yfir máraþorp
einsog fínofið lín