Fugl og draumur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1976

Um þýðinguna

Barnabók eftir Knut Ødegård í íslenskri þýðingu Einars Braga. Myndir eftir Frits Solvang.

Úr Fugl og draumur

Þannig hefjast dagarnir:

Fyrst er nótt í herbergi Möggu og Helgu.

Inn um rifu á gluggatjaldinu gægist máninn, stór og búlduleitur og líkist gulu auga á himninum. Þær sofa undir tungli og stjörnum, þangað til sólin vaknar og bústin býfluga flýgur drynjandi inn um hálfopinn gluggann.
Möggu var að dreyma kanínu með stórar skrýtnar tennur og mjúkan feld. Hún bregður blundi í sömu andrá og hún ætlar að fara að taka kanínuna upp. Allt í einu liggur hún glaðvakandi í herbergi sínu fullu af drunum og suði frá gulri býflugu sem flögrar hjálparvana milli veggja, lofts og glugga og ratar ekki út. Hún stekkur fram úr rúminu og hrópar hjálp, hjálp. Þá hrekkur Helga litla systir hennar upp og fer strax að háskæla. Í því tekur vekjaraklukkan að hringja háu glymjandi hljóði í svefnherbergi pabba og mömmu.

(s. 8)