Fuglastúlka og maðurinn sem elti sólina

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997

Um bókina

Bird Girl and the Man Who Followed the Sun eftir Velma Wallis í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Velma Wallis fæddist árið 1961, af ættbálki athabaska-indíána í Alaska.

Úr Fuglastúlku og manninum sem elti sólina

Hún gæti neitað að giftast, en þá yrði hún neydd til þess. Upp frá því væri ekki aftur snúið. Flestar stúlkurnar þykknuðu fljótt undir belti eftir að þær voru giftar. Fuglastúlka hafði margoft séð ungar konur vafra framsettar um, tæpu ári eftir að þær voru gefnar manni. Hún mundi ljóslega sársaukaóp sem bárust inn í tjaldbúðirnar frá stað í grenndinni, þangað sem konur fóru til að ala börn sín. Stundum hafði fæðingin verið svo erfið að einungis ljósmóðirin sneri til baka, með umkomulaust ungbarn í fanginu.

Einnig kom fyrir að ógæfusamar konur ólu stúlkubarn, og faðirinn skipaði svo fyrir að barnið skyldi aflífað, því hann hafði viljað eignast son. Fuglastúlka hafði líka séð konur beygðar af sorg eftir að barn þeirra hafði fæðst andvana. Henni fannst að hún gæti alls ekki borið líf undir belti, aðeins til að sjá það slokkna.

Fuglastúlka varð sífellt sannfærðari um að hún væri ekki reiðubúin að verða eiginkona. Eftir fáeinar stundir færi fólkið í ættflokknum á kreik, og þá yrði ekki beðið með neitt. Hún mundi hefja nýtt líf.

Fuglastúlka sankaði saman eigum sínum í fljótheitum. Hún átti fátt annað en ábreiður, skinnklæði og loðfeldi, og svo vopnin: boga og örvar, hníf og litla öxi. Þetta var allt og sumt sem hún þurfti til að komast af.
(s. 27)