Á fullu tungli

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997
Flokkur: 


Úr Á fullu tungli:I. Bersason var um margt sér um hætti. Hann gat til dæmis átt það til að taka fyrirvaralaust á rás þar sem hann var kominn og fór þá mikinn. Hann hljóp ekki en stikaði stórum, heilsaði á engan mann en anaði beint af augum og var oft kominn í aðra bæjarhluta eða nærliggjandi sveitarfélög þegar hægðist um fyrir honum. Sumir héldu þetta vera fráhvarfseinkenni vegna níkótínsskorts í blóði en aðrir fullyrtu að um ásetning væri að ræða; sprottinn af upphafningaþörf og sýnihneigð. Menn töldu sömu ástæður vera fyrir þeim sið hans að svara jafnan útúr ef hann var inntur eftir því hvað hann væri að hugsa. Hið rétta var að hann nýtti sér slíkar spurningar til þess að ljúga sig frá hugsun sinni.(s. 53)