Um bókina
Þótt Dísa líti út fyrir að vera ósköp venjulegur menntaskólanemi er það fjarri sanni – hún er rammgöldrótt, hefur barist við skrímsli og sent öflugasta galdramann Íslandssögunnar aftur til fjarlægrar fortíðar. Núna notar hún galdramáttinn næstum bara til gamans en í gáleysi vekur hún ókunn öfl sem senda hana af stað í lífshættulegt ferðalag.