Geimeðlueggin

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 

Myndir : höfundur 

Úr Geimeðlueggjunum:

Hann er staddur inn í búrinu sem eggið átti að fara í. Það er harðlokað og læst með hengilás. En hann er ekki einn. Vélmennið hans er þarna með honum og þar að auki eitthvert furðulegt lítið og ógeðslegt dýr sem er ekki líkt neinu sem Teitur hefur áður séð. Smám saman rennur þó upp fyrir honum að þetta hlýtur að vera unginn úr egginu. Unginn sem hann leitaði að en fann aldrei. Unginn sem mátti alls ekki skríða úr egginu sínu. GEIMEÐLAN sjálf! Hún er gulgræn að lit og auk þess bæði slímug og hreistruð. En það sem er skrítnast við hana er að hún er öll sundurlaus. Hausinn er ekki fastur við búkinn og útlimirnir eru líka lausir frá! Hún á því auðvelt með að smeygja sér út á milli rimlanna í búrinu. Það gerir hún líka og hverfur ískrandi á brott.
 Teitur grípur um rimlana og hristir þá í örvæntingu. Hann hrópar og kallar út í bláinn.
 „HJÁLP! BJARGIÐ MÉR!! EINHVER!“
 En hann fær ekkert svar og rödd hans deyr furðufljótt út. Hvað getur hann gert? Hann er dauðhræddur og alveg ráðalaus.

(s. 51-53)