Glatt er í Glaumbæ

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Glatt er í Glaumbæ:

Pabbi hóar á Einhyrnu-Tinnu og hún skokkar heim til húsa og litli hrússi trítlar gleiðfættur á eftir henni. - Hann er býsna pratinn, segir pabbi. Einhyrna-Tinna er strax sett í krubbu. Síðan sæki ég „huldulambið“. Það er rétt, sem pabbi sagði, hrútarnir eru alveg eins. Ég set lambið í krubbuna til Einhyrnu-Tinnu. Hún jarmar, horfir á okkur eins og hún vilji segja: „Já, ég vissi ekki betur en þeir ættu að vera tveir“. En hrússi litli gerir sér lítið fyrir og fer undir kviðinn á Einhyrnu-Tinnu, þótt hann væri fyrir stuttu búinn að sjúga „Mjólkurbúið“. Það er ekki annað að sjá en Einhyrnu-Tinnu líki þetta vel. Brátt eru bræðurnir báðir farnir að sjúga og Einhyrna-Tinna nusar af litlu rössunum til skiptis og er afar hreykin og mömmuleg. Mikið varð pabbi feginn. - Þú átt skilið „premíu“ fyrir þetta, segir hann og strýkur Einhyrnu-Tinnu undir kverkinni. En Einhyrna-Tinna er ekkert gefin fyrir kjass nú, heldur vill hún greinilega fá í svanginn og það fær hún sannarlega vel útilátið. En þeir bræður fara að nusa hvor af öðrum, síðan leggjast þeir hlið við hlið út í horn. Þeir eru sýnilega glaðir að hittast aftur. - Ég sagði alltaf, að þetta yrði góð kind, segir mamma, þegar ég hafði sagt henni alla sólarsöguna um Einhyrnu-Tinnu – og mér fannst hún bara nokkuð góð með sig.

(s. 76)