Glaumbæingar á ferð og flugi

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1981
Flokkur: 

Úr Glaumbæingar á ferð og flugi:

Ný geymir - nýtt líf Mér blöskrar alveg, hvað Hagkaup er stórt hús. Það er miklu stærra en frystihúsið heima. Ég er viss um, að það er auðvelt að villast í húsinu. Við röltum um. Á einum stað situr kona við vél og er að festa myndir á boli. Það eru allavega litmyndir, sem eru til sýnis í möppum. Ég horfi litla stund á konuna og þá dettur mér nokkuð í hug, og næ í pabba. - Komdu og sjáðu dálítið sniðugt, segi ég. - Svona bol langar mig í og líka að gefa stelpunum, held ég áfram, þegar við komum að borðinu. - Ekki líst mér á þetta. Þessar myndir hverfa örugglega við fyrsta þvott, segir pabbi. - Spurðu konuna, segi ég. Ég vil fyrir hvern mun eignast svona bol. - Er þetta ekki óekta, segir pabbi við konuna. - Nei, það er það nú ekki. Þetta þvolir þvott, segir hún. - Jæja, segir pabbi og er greinilega vantrúaður. - Hérna er ég með einn til sýnis, sem hefur verið þveginn þrívegis, segir konan. Pabbi skoðar bolinn vandlega. - Þú segir nokkuð, segir hann svo. - þetta er kannski ekki svo galið, að minnsta kosti er þetta dálítið frumlegt. - Stelpurnar verða örugglega ánægðar að fá svona boli, segi ég. - Hérna væri góð mynd á bolinn hennar Sædísar. Ég dreg upp mynd af rauðhærðri stelpu með plástur á nefinu. Hún er á skíðum og hefur krosslagt þau utan um þúfu. - Svo má líka fá stafi, segir konan og opnar skúffu í borðinu og sýnir okkur svarta stafi. - Best að kaupa þetta, ef þú hefur gaman af, segir pabbi við mig. - Það má líka fá bláa boli, segir konan en þeir sem við vorum að skoða eru hvítir. Síðan kaupum við hvíta boli á stelpurnar, en bláan á mig. Ég vel ljónshaus á minn bol, en skrípamyndir á boli stelpnanna. Auk þess látum við setja nöfnin okkar ofan við myndirnar.

(s. 95-96)