Glaumbæingar samir við sig

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Glaumbæingar samir við sig:

Pabbi „pissar“ á sig Smátt og smátt verður haustið að vetri. Og á einni dimmri kvöldstund fer að snjóa. Hægt og þétt svífa stór, stjörnulaga snjókorn á freðna jörðina. Ég fylgist með flugi þeirra út um stofugluggann í skini útiljósanna. Þessi hvítu, dúnléttu snjókorn koma einhvers staðar utan úr dimmri víðáttu vetrarins, koma úr heimi, sem er óralangt í burtu. Þau eru gestir, langt að komnir gestir á ferð um himinhvolfin. Þau eru kannski að tylla sér hjá okkur, til að hvíla sig. Eftir nokkra daga ætla þau að bregða á leik með vindinum, þyrlast um göturnar, hverfa aftur út í heiðríkjuna. Snjókornin eru kærkomnir gestir að minnsta kosti fyrir okkur krakkana. Margt fullorðna fólkið horfir aftur á móti hugsi á snævi þakta jörðina og segir: „Þá er veturinn víst kominn“. Svo andvarpar það og er ekkert ánægt yfir snjónum. Það er sjálfsagt búið að gleyma, þegar það fagnaði snjónum fyrir löngu síðan. Ég er viss um, að það hefur það gert. Mamma segir, að svona snjókoma hafi verið kölluð „hundslappadrífa“ heima hjá henni, þegar hún var barn. -Ó, mér fannst hún svo falleg, segir hún og fjarlægt blik birtist í augum hennar.

(s. 35)