Glugginn snýr í norður

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1946
Flokkur: 

Úr Glugginn snýr í norður:

Svipur hússins

Gegnum húss míns helgu sali,
hulu vafin, sést hún reika;
brúðar minnar böl og leiði
og réttláta reiði,
- svipur hússins - konan bleika.

Allar,
bleikar, kaldar,
bjartar, heitar,
getur gripið
illur galdur afbrýðinnar,
- brúðar minnar
beiska eitur.

- - -

Vítt um húss míns veggi gráa
daufir skuggar
dulir leika.
Sveipuð hulu sést hún reika,
húmsins gestur, húmsins bláa,
hússins uggur - konan bleika.

(37-8)