Gullspangagleraugun

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001

Um þýðinguna

Gli occhiali d‘oro eftir Giorgio Bassani. Guðbergur Bergsson þýddi úr ítölsku og ritaði eftirmála.

Ferrara, smáborg á Ítalíu á fjórða áratug 20. aldar. Fasisminn hefur þegar fest rætur í friðsælli veröld borgaranna, hann er tíska dagsins, uppspretta bjartsýni og mikilla vona. Ungur skólapiltur af gyðingaættum skilur samt að fjölskylda hans á takmarkaðan hlut í þeirri hamingju sem gagntekur þjóð hans, og sama gildir um fleiri. Einn af nágrönnunum, Fadigati læknir, er dularfullur maður og flestum ráðgáta, enda býr hann yfir leyndarmáli sem reynist örlagaríkt þegar hulunni er loks svipt af því. Þótt hlutskipti unga mannsins og læknisins virðist ólíkt á ytra borði, er það í eðli sínu eitt og hið sama.

Úr Gullspangagleraugunum

Nú hófst í borginni áköf leit að stúlku sem ætti vissulega skilið að verða frú Fadigati. En þá reyndist ein ekki vera það af einhverri ástæðu, önnur af hinni. Aldrei virtist nein vera nógu samboðin einfaranum á leiðinni heim, en þegar allir fóru saman í hóp út úr Excelsior eða Salvini á Erbetorgi sáu þeir hann stundum á kvöldin fara allt í einu innst á Listone og hverfa í dimma opið til hliðar við götuna Bersaglieri del Pó... Þá byrjaði að heyrast einkennilegur, jafnvel afar kynlegur orðrómur án þess að nokkur vissi hvaðan hann var sprottinn.

„Veistu það ekki? Nú kemur í ljós að hann Fadigati læknir er ...“

„Hefurðu heyrt fréttina? Þekkirðu eitthvað til þessa Fadigatis læknis sem býr í Gorgadellogötu næstum við hornið á Bersagliere del Pó? Jæja, ég hef heyrt að hann sé...“

(s. 16-17)