Heimasætan á Stóra-Felli

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1962
Flokkur: 

Úr Heimasætunni á Stóra-Felli:

Hreppstjórahjónin eru enn ókomin heim, og Gerður ætlar að vaka eftir þeim. Hún lokar gestastofunni og gengur fram í eldhúsið. Nóttin færist yfir, og þögnin er djúp. Gerður getur hvergi haldið kyrru fyrir. Hún æðir eirðarlaus fram og aftur um eldhúsgólfið. Sú sýn sem mætti augum hennar í kvöld, þegar hún opnaði dyrnar hjá séra Steini, vekur hjá henni í senn óstjórnlega reiði og hatursfulla kvöl. Hlíf ein inni hjá prestinum! Gerður kreppir hnefana af æsingi. En svo vaknar sú spurning hjá henni: Skyldi presturinn hafa boðið Hlíf inn til sín? Nei, því vill Gerður alls ekki trúa. Hvílík frekja og framhleypni í stelpunni að troðast inn í herbergið hjá prestinum. Hún hefur ekki einu sinni orðið sjálfri sér til stór skammar, heldur einnig heimilinu, og slíkt má ekki endurtaka sig. Hlíf verður að fara burt frá Stóra-Felli, hvað sem það kostar, og það strax á morgun. Hún skal verða rekin burt af heimilinu!

(s. 92-93)