„Heims- og heilahvel í lokkaflóði“

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011

„Un hémisphère dans une chevelure“ úr le Spleen de Paris eftir Charles Baudelaire, í þýðingu Oddnýjar Eirar.

Birtist í: Stína – tímarit um bókmenntir og listir, 6. árg., 2. hefti 2011, bls. 198.

Úr „Heims- og heilahveli í lokkaflóði“:

Lof mér að anda að mér lengi lengi lyktinni af lokkum þínum, setja andlitið á bólakaf í hárflókann ein og þyrstur maður ofan í uppsprettulind, lof mér hræra í hárinu með hönd minni, þá þyrlast upp minningar eins og ilmur úr vasaklúti hristum fyrir vitum.

Ef þú aðeins sæir allt sem ég sé! allt sem ég finn! allt sem ég heyri í hárinu! Sál mín ferðast með ilmi eins og sumra sálir með tónlist.

Í lokkaflóðinu felst draumurinn fullur af seglum og möstrum úti á rúmsjó hvar regntímavindar feykja mér inn í hrífandi loftslag að dýpri og blárri rýmum þar sem andrúmsloftið er þrungið angan ávaxta, laufblaða og mannshúðar.