Heimsókn á heimaslóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Heimsókn á heimaslóð:

Breiðholt

Stefnulaust
æða nýbyggingar þessarar hreinu borgar
yfir holt og hæðir.

Þær gægjast inn í einkalífið
setjast á háhest
seilast í barminn
krækja í budduna
jafnvel í hjartað.

Til er saga
um unga frumbyggja
sem byrjuðu með tvær hendur tómar
og komu sér upp þaki yfir höfuðið.

Þá hef ég aldrei hitt.

Sumir segja
að maðurinn hafi dáið ungur
og að konan hafi farið á eitthvert hælið.

Nei, þá hef ég aldrei hitt.

En allt of vel
þekki ég hjónin
sem náðu ekki að gera fokhelt
áður en þau skildu.