Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002
Flokkur: 

Úr Hjörturinn skiptir um dvalarstað:

Loftnet

Veist ekki, hjörtur, að þú
ert með loftnet á hausnum!

Hákvíslótt hornin þín
eru ætluð til sérstakra útsendinga ...

Úr iðrum hjarta þíns
upp til heilans, upp
um hornin: upp, upp
sendu upp kall
sendu upp boð

sendu upp bæn

og þú munt heyra
og sjá hann

ó, gullinn og geislandi
Guðhjörtinn sjálfan
með glósól á hornum sér.