Hljómleikar í hvítu húsi

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973

Um þýðinguna

Ljóð eftir Knut Ödegaard í íslenskri þýðingu Einars Braga.

Úr Hljómleikar í hvítu húsi

Heimilisöryggi

Við búum við heimilisöryggi.
Hér eru hinir látnu hengdir upp á vegg
bak við hreint gler.
Við lifendur tökum um lifandi hluti.
Við höfum kjallara, stiga og loft.
Á haustin bítum við í fallin epli
og spýtum út úr okkur kjörnunum. Bústnar, ljósar
nýuppteknar kartöflur á borðum.

Á veturna eru moldugir haugar
af kartöflum í kjallaranum.
Og á loftinu: kassar fullir af óskemmdum eplum
í þurrum geymslum, græn epli í tréhvítum kössum.
Við göngum upp og ofan stiga.
Af loftinu sjáum við nágranna okkar
allt í kring.
Í kjallaranum teygja sig hvítar spírur með varúð
hátt upp í dauft rökkrið.