Hljómorð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Hljómorð er geisladiskur með ljóðum eftir Margréti Lóu og tónlist eftir Gímaldin. Disknum fylgir textahefti með ljóðunum og stuttum inngangi eftir Geir Svansson.

Ljóð af Hljómorðum:

Góðir dagar

Við gröfum í mold -
finnum rifbein og
hauskúpu af hundi.
Við gröfum af krafti.

Ég finn raunar mannabein.
Ormurinn er enn að ...
Ég segi ekki orð.
Við erum elskendur
og ekkert má skyggja á
hamingju okkar.

Fæðing

Bros og öskur
hins eina sjáanlega
tilgangs

Sætt blóð
á kviði mínum
og augu þín ...
bláberjablá.