Hlýja skugganna

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Hlýju skugganna:

öllum heimilt til ljósritunar ég er í því að bíða þín ástin mín í súpermarkaði líkama og heila komdu með langanir þínar þarfir og þrár komdu með vandamál þín ekkert mál ég hef heyrt um þau áður og hugsaðu þér þegar þú kemur inn í hlýjuna utan úr krapinu til mín þá reynist ég hafa beðið þín með bústið sætt hjarta titrandi af göfgi framan á maganum og þú komin með mistímjúk augun auk alls þessa er blíða mín á kynningarverði eftir helgar og böll