Húgó

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1975

Marie Gripe : Hugo.

Úr Húgó:

,,Þá er eg nú kominn aftur, kennari...
  Enginn hefur heyrt þegar dyrunum var lokið upp. Allir grúfðu sig yfir reikningsbækurnar, en líta nú upp og horfa til dyranna. Kennarinn lyftir krítinni hægt af töflunni og segir stillilega:
  Já, mér sýnist það...
  Það er Húgó. Með baktösku, lukt og fagurgræn axlabönd stendur hann í dyrunum. Hann horfir á þau.
  Það verður undarlega hljótt í bekknum. Þau sitja hreyfingarlaus eins og myndastyttur í sætunum, og kennarinn stendur kyrr með kjrítina í hendinni. Húgó lokar rólega á eftir sér.
  ,,Mér fannst kominn tími til að líta við í skólanum, sagði hann, ,,svo ég lagði krók á hala minn...
  Enginn bærir á sér. Hann smeygir af sér töskunni.
  ,,...og þá er ég nú kominn aftur í skólann, segir hann. Það hljómar næstum eins og hann gefi yfirlýsingu, og það finnst víst flestum ekki vanþörf á því. Hann hefur verið fjarverandi lengi - enginn veit hvers vegna. Þegar Húgó á í hlut veit enginn neitt.

(5-6)