Hvíldarlaus ferð inní drauminn

Útgefandi: 
Staður: 
Akranesi
Ár: 
1995
Flokkur: 

Úr Hvíldarlaus ferð inní drauminn:

Hann er ódrepandi þátttakandi í list og menningu. Engu líkara en heili hans unni sér aldrei hvíldar. Og ég er oftar þátttakandi í heilabrotum en hugur minn stendur til. Fylgist nánast með öllu sem hann hugsar og tekur sér fyrir hendur. Hann líkist Martin A. Hansen í því að hafa meiri áhuga á að upplifa staði, landslag og borgir, ef þar hafa gerzt merkir atburðir en ef hann veit engin deili á slíkri viðbót við umhverfið. Þó getur honum fundizt það fallegt eða ljótt, en áhuginn er minni en ella. Hann er bundinn við sögulegt landslag. Óviðjafnanleg fegurð Lake District hefur ekki dregið hann þangað heldur ljóð Wordsworth, umgjörð lífs þessa manns sem hann hefur gert að eins konar samfylgdarmanni sínum um skeið. Þannig fer hann einnig um sitt eigið land, ferðast um það sögulega landslag sem heillar hann.

(s. 91-92)