Hvíta bókin

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009
Flokkur: 

Um bókina:

Einar skrifaði Hvítu bókina í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Bókin er að hluta byggð á greinum sem hann skrifaði í Morgunblaðið, en hann hefur aukið við þær og fært textann í bókarbúning.

Úr Hvítu bókinni:

Þegar frjálsyggjumenn tala um markaðinn nota þeir trúarlegt orðalag. Þeir segja: „Markaðurinn ræður þessu. Eða: „Við látum markaðinn sjá um það. Það þarf ekki annað en að skipta út orðinu markaður og setja inn orðið guð og þá verður trúarlegt innihald frjálshyggjunnar ljóst. Hin ósýnilega hönd markaðarins verður að vilja guðs, og það alveg óháð því hvað mönnum finnst um guð, en Mammon er slyngur og bregður sér í ýmis gervi.

Sem sé, útrásarvíkingarnir, fjármálafurstarnir, íslensku kapítalistarnir eða hvað menn vilja kalla þá voru aðeins að færa markaðnum eða Mammoni sínar fórnir. Leikreglurnar voru til og þeir nýttu sér þær. Ofan í þetta koma svo ofurlaunin, kaupréttarsamningarnir, bónusgreiðslur og fleira skemmtilegt. Það varð til ný stétt á Íslandi, stétt ofurefnamanna sem gerði miðstéttina að bónbjargarmönnum og lágstéttina að aulum. Allt gildismat riðlaðist. Venjuleg störf, einsog kennsla, þóttu hallærisleg. Enginn tók lengur strætó. Allir settust upp í nýja bíla, jafnvel bíla sem menn áttu ekki, heldur skulduðu frá dekki og upp í topp.
s. 11-12