Hvítur ísbjörn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Úr Hvítum ísbirni:

Jafn gamall og öldin

Jafn gamall og öldin, færeyski
rithöfundurinn gægðist vantrúaður
milli grárra marmarablómapotta og
tveggja egypskra Síamskatta, innskorinna
í tré. 2 flugvélar í herberginu: hugur minn
og LUXAIR-gúmmíflugvél sveimandi niðrúr loft-
ljósinu í undnum söguþræði. Þjóðsögur Jóns og
þúsund og ein nótt nú skyndilega runnar
niðrí þetta ljóð úr hillunni fyrir ofan William,
og ég skil allt í einu af hverju hann var svona
tortrygginn: Ég er varla alvöru góðskáld
- ég er úr vélskornu harðplasti! Nú
rökkvar um allan hinn kringlótta
heim. Skoppaðu

(s. 48)