Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akranesi
Ár: 
1993

Úr Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Georgssaga helga (Jerzy Harasymowicz)

meðan
verndarengill minn
heilagur Georg svaf

saumaði ég
rautt koddaver
úr gunnfánanum

gaf búandkarli
hringabrynjuna
í fjósþak

breytti drekanum í kú
sem spýr þó enn
eldi og eimyrju

færði fuglum
fjaðraskúfinn
í hreiðrið

vaknaði verndarengillinn
og sá að sagan
var að skapast

skúfurinn
fullur af
eggjum

hringabrynjan glóandi
í sumarhitanum
á þakinu

ræðuskörungur
hraut á
gunnfánanum

þá tók
verndarengillinn
til við

að aka korni
þreskja
mála hús

og fá sér annan dráttarklár