Í regnborg hljóðra húsa

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Egilsstaðir
Ár: 
1993
Flokkur: 

Úr Í regnborg hljóðra húsa:

Staldrað við í olíu

Nem staðar
í skógarmálverki
og heyri fuglabænir morgunsins.

Trén bylgjast
og regndropar falla.

Undir barðastóra hattinn
sest hunangsfluga á öxl mína
og járnsmiður skríður upp á skóinn.

Ég teygi út olíukennda hönd
gríp pensilinn af forviða málara

held svo för minni áfram ...

Næturþel

Hangi
í dimmum helli
dropar tímans
detta af húðinni

í kalt og djúpt tómið.

Myrkrið leikur um leðrið
strýkur langar klærnar.

Fell

í hyldjúpt blóðið.