Í skolti Levíatans

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988

Þýðingar á ljóðum ýmissa skálda eftir Jóhann Hjálmarsson.


Úr Í skolti Levíatans:

Regnið (Jorge Luis Borges)

Skyndilega verður kvöldið bjartara
og regnið fellur mjúklega.
Fellur eða féll. Vissulega er regnið
frá liðnum tíma.
Sá sem heyrir það falla hefur endurheimt
hamingju þeirrar stundar þegar blómið sem kallast rós
og liturinn kynlegi: blóðrautt
afhjúpuðust af hendingu.
Þetta regn sem blindar gluggarúðurnar
mun kæta svartar þrúgur vínviðarins
í fjarlægu úthverfi
í trjágarði sem ekki er lengur til.
Þetta regnvota kvöld færir mér rödd föður míns
sem hefur snúið aftur og er ekki dáinn.

(s. 111)