Í svörtum kufli

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1958
Flokkur: 

Úr Í svörtum kufli:

Í dynskógum

Gleðin deilir mér drjúgum skerf
í dynskógum norna: leik og söng.
Þar slitna rætur og rifnar lyng
unz ég verð óður og hverf.

Hún seiðir myrkva og feigð í mitt fas,
en fjötrar opnast er líður kveld,
og stofnar bresta og stiknar mold;
og framar grær þar ei gras.