Innkaupalisti fyrir Kaupmannahöfn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004


Gefið út í 500 tölusettum eintökum í tilefni sýningarinnar Humar og frægð í Kaupmannahöfn vorið 2004. Bókin, sem er á íslensku og ensku, er eingöngu seld á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.Úr Innkaupalisti fyrir Kaupmannahöfn:5.Koma við í minjagripaversluninni í Amalienborg og kaupa tvö póstkort með myndum af vinnustofu Friðriks níunda. Vitaskuld ættu þessi kort að vera á listanum hér á undan, en þetta eru hlutir sem ég ætla að kaupa mér, en það er of seint að vera að bæta við þann lista; ég ætla ekki að fara að breyta honum í einhvern top eleven lista. En hvað varðar Amalienborg, þá er auðvitað skemmtilegast að koma þangað í hádeginu, þá sér maður tindátana marsera um torgið og spila tónlist sem er eins gljáfægð og fín og allt silfrið á kvöldverðarborði konungsfjölskyldunnar. Annars eru þessi póstkort sem ég nefndi áðan í eins konar panorama formi. Þau eru frekar stór. Annað þeirra er breiðmynd af skrifborði Friðriks níunda, Þar sem meðal annars gefur að líta fjölskyldumyndir, skriffæri og reykjarpípur, en hitt kortið sýnir vinnustofuna í heild sinni, það skín inn í hana sól og það er auðvelt að ímynda sér að Friðriki hafi liðið vel í þessu stóra herbergi, innan um öll fallegu húsgögnin og munina. Þetta gefur allt til kynna að hann hafi fengið að vera þó nokkuð út af fyrir sig og ekki mjög líklegt að aðrir fjölskyldumeðlimir eða starfsfólk í höllinni hafi verið að leggja hann sérstaklega mikið í einelti, að minnsta kosti ekki meðan hann lifði, enda kýr ég að nefna textaverkefnið mitt Friðrik níundi Danakonungur lagður í einelti, rúmlega þrjátíu árum eftir dauða hans.(s. 13-14)