Innlönd

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1968
Flokkur: 

Úr Innlöndum:

Endurfundir

Ég hef rifjað upp í kvöld
raddirnar sem ég þekkti
rödd lækjarins í grasinu
rödd hafsins
raddir vindsins og fuglanna
og raddir okkar.
Trúði varla eyrum mínum.
Öllu hafði ég gleymt.

Trúði varla augum mínum:
sjá enn skinu stjörnurnar
enn kom ljós þeirra hér við
á leið sinni um geiminn.

Líka það
var mér liðið úr minni.

(s. 11)

Veðurvísa

Í nótt fer stormurinn geyst, hinn grályndi jötunn.
Gjallanda rómi stikar hann eftir hjörnum
og smalar loftin, safnar skýjunum saman
í svartleita hjörð sem treður á öllum stjörnum.


(s. 30)