Jörð úr ægi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1961
Flokkur: 


Myndir eftir Gunnlaug Scheving.

Úr Jörð úr ægi:

Við erum flóttamenn

á löngum nóttum bíðum við þess
að hríðinni sloti og sólin
veiti nýtt skjól fyrir haglinu
ó land mitt, við sem erum hér á ferð
af einskærri tilviljun

og höfum kallað yfir okkur dóm
vetnissprengjunnar,
hlustum hlustum kemur gustur
af nýrri ísöld sem læðist að okkur
á skriðjökla-
skóm: vindöld, vargöld.

En við þurfum engu að kvíða.
Nóttin líður af gömlum vana,
við finnum nýtt skjól
þegar sól kemur aftur:
sigar vori á dauðann
sem fer austan með sviga lævi
og slökkur ljósin
í kirkjunum –

ó land mitt, þessi óvægna öld
hvernig hróp hennar deyr í akurinn
sem þreyr spor okkar, þessi mold.
En við bíðum
eftir þetta langa stríð
kemur ótamið vor

hleypur ausandi folald inn í ljóð okkar.

(s. 56 - 57)